Enski boltinn

Brynjar Björn tryggði Reading sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brynjar Björn Gunnarsson í leik með Reading.
Brynjar Björn Gunnarsson í leik með Reading. Nordic Photos / Getty Images

Brynjar Björn Gunnarsson var hetja Reading í dag er liðið vann 1-0 sigur á Barnsley á útivelli, þó svo að hafa verið manni færri í 55 mínútur.

Jimmy Kebe fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks en Brynjar Björn kom inn á sem varamaður á 56. mínútu. Átta mínútum síðar skoraði hann sigurmark leiksins. Þetta var annað mark Brynjars í síðustu þremur leikjum sínum.

Ívar Ingimarsson lék allan leikinn í liði Reading í dag og hið sama má segja um Jóhannes Karl Guðjónsson hjá Burnley og Aron Einar Gunnarsson hjá Coventry.

Burnley vann 3-2 útisigur á Sheffield United á meðan að Coventry gerði 2-2 jafntefli við Notthingham Forest á heimavelli.

Nú er nýhafinn leikur QPR og topplið Wolves þar sem Heiðar Helguson er í byrjunarliði QPR í fyrsta sinn.

Reading er enn í þriðja sæti deildarinnar með 40 stig, fjórum stigum á eftir Birmingham sem er í öðru sæti.

Burnley kemur svo í fjórða sæti, fjórum stigum á eftir Reading. Coventry er í sautjánda sæti deildarinnar með 25 stig.

Úrslitin í dag:

Birmingham - Watford 3-2

Blackpool - Charlton 2-0

Bristol City - Swansea 0-0

Cardiff - Preston 2-0

Coventry - Nottingham 2-2

Derby - Crystal Palace 1-2

Doncaster - Plymouth 1-0

Sheffield United - Burnley 2-3

Southampton - Sheffield Wednesday 1-1

Barnsley - Reading 0-1








Fleiri fréttir

Sjá meira


×