Erlent

Kyndillinn á leið til Nepal

Yfirvöld í Nepal segjast tilbúin til að grípa til skotvopna komi til mótmæla þegar hlaupið verður með Ólympíueldinn á Mount Everest í maí næstkomandi.

Stjórnvöldum í Nepal er mjög umhugað um tengsl sín við Kína, en stór hluti þróunaraðstoðar landsins kemur þaðan. Fjölmargir lögreglu- og hermenn verða kallaðir út og þeir fluttir í allt að 6700 metra hæð yfir sjávarmáli til að fylgjast með gönguhópum á þessu hæsta fjalli heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×