Enski boltinn

Scholes byrjar að æfa eftir helgi

NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United hefur fengið græna ljósið frá læknum til að byrja að æfa á fullu á ný eftir helgina. Scholes hefur verið frá keppni í þrjá mánuði vegna hnéuppskurðar. Til greina kemur að Scholes verði í hóp United fyrir bikarleikinn gegn Tottenham um aðra helgi.

Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir meistarana sem vonast til þess að verða komnir með þá Scholes, Louis Saha, Gerard Pique og Gary Neville alla á lappir fyrir lok mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×