Fótbolti

Edda: Hefði alveg getað dottið okkar megin

Óskar Ófeigur Jónsson í Frakklandi skrifar
Íslensku leikmennirnir fagna markinu sínu í Frakklandi.
Íslensku leikmennirnir fagna markinu sínu í Frakklandi. Mynd/Stefán
Edda Garðarsdóttir var í aðalhlutverki á miðju íslenska liðsins og lagði upp markið sem Katrín Jónsdóttir skoraði í upphafi seinni hálfleiks. Edda segir byrjunina á leiknum hafa verið mjög erfiða.

"Við ætluðum að byrja á hápressu en svo voru þær alltaf að ógna okkur með þessum löngu boltum. Það teygðist því svolítið á liðinu, það var hálft lið að pressa frammi og hinn helmingurinn var að detta. Það myndaðist rosalega mikið pláss sem við þurfum að vera að vinna á," segir Edda en hún viðurkennir líka að það hafi verið mikið stress. "Það var mikil taugaspenningur fyrst. Við höfðum trú á því allan tímann að við gætum þetta, við vorum að reyna og við fengum fullt af færum."

Franska liðið er mjög gott en það voru ekki nýjar fréttir fyrir íslensku stelpurnar."Við vissum að við vorum að fara að spila við gott lið sem er í sjöunda sætinu á heimslistanum. Við áttum ekki von á því að þær myndu gefa okkur leikinn. Við héldum svo að við myndum jafna og svo náum við því. Það var síðan eins og að blauta tusku í andlitið þegar við fáum þetta annað mark á okkur," sagði Edda svekkt.

Edda segir hana stelpurnar samt bera höfuðið hátt. "Ég er rosalega stollt af öllum. Það voru allir að leggja sig eins mikið fram og þær gátu. Þetta hefði alveg getað dottið okkar megin," sagði Edda að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×