Fótbolti

Gunnleifur fyrsti HK-ingurinn í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnleifur í leik með HK.
Gunnleifur í leik með HK. Mynd/Vilhelm

HK eignaðist í dag sinn fyrsta landsliðsmann frá upphafi er Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður liðsins, var valinn í landsliðið.

Þetta kemur fram á heimasíðu HK en Gunnleifur hefur reyndar áður verið valinn í landsliðið. Það gerðist árið 2001 en þá var hann leikmaður Keflavíkur.

Helgi Kolviðsson, fyrrum fyrirliði HK, lék einnig lengi með landsliðinu á sínum tíma en eftir að hann fór frá HK í atvinnumennsku í Evrópu.

Gunnleifur og Árni Gautur Arason voru markverðirnir sem Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, valdi í landsliðið að þessu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×