Innlent

Útvarpsstjóri ætlar að svara kalli Björns

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason

„Þetta er réttmæt ábending og við tökum mark á henni. Við munum fjölga stórlega þeim tilvikum þar sem að þjóðsöngurinn er sunginn,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri um þá gagnrýni Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra að þjóðsöngurinn sé alltaf spilaður en ekki sunginn á RÚV.

Björn beindi orðum sínum til stjórnenda Ríkisútvarpsins á bloggsíðu sinni þar sem hann talaði um áramótaávarp forsætisráðherra og þá sérstaklega orð hans um þjóðsönginn. „Söngelskt fólk fagnaði þessum orðum forsætisráðherra og taldi þau í tíma töluð, þar sem þjóðsöngurinn væri oftar fluttur sem tónverk en sunginn og mætti þar sérstaklega nefna Ríkisútvarpið til sögunnar," skrifar Björn á heimasíðu sinni.

Hann spyr síðan hversvegna þjóðsöngurinn hafi ekki verið sunginn eftir ávarp forseta Íslands á nýársdag og hvers vegna hann sé ekki sunginn í Ríkisútvarpinu um áramót. „Orðið „þjóðsöngur" ætti að vera stjórnendum Ríkisútvarpsins næg ábending um, hvernig flytja skuli verkið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×