Innlent

Sleginn yfir ákvörðun Guðna - Formannsframboð ekki á dagskrá

,,Það er ekki á dagskrá hjá mér að bjóða mig fram til formanns. Auðvitað er maður hálf sleginn yfir þessum atburðum og er ég er að reyna að átta mig á breyttri stöðu," segir Siv Friðleifsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins.

Fyrr í dag tilkynnti Guðni Ágústsson um afsögn sína sem formaður Framsóknarflokksins. Um leið tilkynnti Guðni að hann lætur af þingmennsku.

Siv segist hafa gert ráð fyrir að styðja fyrrum forystu flokksins með þau Guðna, Valgerði Sverrisdóttur og Sæunni Stefánsdóttir í fararbroddi á landsþingi Framsóknarflokksins sem haldið verður í janúar.

Siv segir mikinn missi af Guðna sem hafi verið farsæll og vinsæll stjórnmálamaður. ,,Guðni er drengur góður og það var mjög gaman að vinna með honum en ég virði hans ákvörðun."










Tengdar fréttir

Guðni hefði átt að finna nýja foringja

Steingrímur Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segist hafa áhyggjur af flokknum. Hann segir það þó ekki hafa komið sér á óvart að Guðni Ágústsson hafi sagt af sér formennsku í Framsóknarflokknum í dag.

Segir hóp á vegum Valgerðar hafa gert aðför að Guðna

Bjarni Harðarson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir afsögn formannsins vera afar slæm tíðindi fyrir flokkinn. Guðni Ágústsson sagði af sér þingmennsku í dag og lét einnig af störfum sem formaður flokksins. Bjarni vissi af ákvörðun Guðna fyrir um hálfum sólarhring og segist styðja hann heilshugar rétt eins og Guðni gerði í síðustu viku, þegar Bjarni sagði af sér þingmennsku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×