,,Það er ekki á dagskrá hjá mér að bjóða mig fram til formanns. Auðvitað er maður hálf sleginn yfir þessum atburðum og er ég er að reyna að átta mig á breyttri stöðu," segir Siv Friðleifsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Fyrr í dag tilkynnti Guðni Ágústsson um afsögn sína sem formaður Framsóknarflokksins. Um leið tilkynnti Guðni að hann lætur af þingmennsku.
Siv segist hafa gert ráð fyrir að styðja fyrrum forystu flokksins með þau Guðna, Valgerði Sverrisdóttur og Sæunni Stefánsdóttir í fararbroddi á landsþingi Framsóknarflokksins sem haldið verður í janúar.
Siv segir mikinn missi af Guðna sem hafi verið farsæll og vinsæll stjórnmálamaður. ,,Guðni er drengur góður og það var mjög gaman að vinna með honum en ég virði hans ákvörðun."