Innlent

Eldur kom upp í tilvonandi áhaldahúsi Hafnarfjarðarbæjar

MYND/Sigurjón

Eldur kom upp í nýbyggingu sem verktakafyrirtækið Eykt reisir á Miðhellu í Hafnarfirðinum. Byggingunni er ætlað að hýsa áhaldahús bæjarins þegar fram líða stundir.

Talið er líklegt að um íkveikju sé að ræða og er tjónið töluvert þó húsið sé tómt. Mikill hiti myndaðist inni í húsinu og stálbitar í lofti þess eru taldir hafa bognað af völdum hitans.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×