Innlent

Átta prósenta aflasamdráttur það sem af er ári

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júlí reyndist 0,2 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra þegar miðað er við fast verð. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um átta prósent miðað við sama tímabil 2007, sé hann metinn á föstu verði.

Alls nam aflinn nærri 153 þúsund tonnum í júlí síðastliðnum en hann var 116 þúsund tonn í fyrra. Botnfiskafli dróst saman um 2.800 tonn frá júlí 2007 og þar af dróst þorsk- og ýsuafli saman um 1300 tonn hvor tegund.

Afli uppsjávartegunda var nærri 79 þúsund tonn og jókst um helming frá sama tíma í fyrra. Þar munar mest um aukinn makrílafla sem reyndist 63 þúsund tonn júní.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×