Erlent

Kyndillinn heldur áfram för

Aðsúgur var gerður að Stephane Diagana þegar hann hugðist hlaupa af stað við Eiffel-turninn í morgun.
Aðsúgur var gerður að Stephane Diagana þegar hann hugðist hlaupa af stað við Eiffel-turninn í morgun. MYND/AP

Haldið var áfram að hlaupa með ólympíukyndilinn í París eftir rúmlega fjörtíu mínútna stopp í morgun.

Haldið var með kyndilinn frá Eiffel-turninum í morgun en eftir um hálftímahlaup var eldurinn slökktur og farið með kyndilinn inn í langferðabíl. Um 40 mínútum síðar var eldurinn kveiktur aftur og hlaupinu haldið áfram. Lögregla ber því við að eldurinn hafi verið slökktur af tæknilegum ástæðum.

Mikill viðbúnaður er í París vegna hlaupsins þar sem óttast er að reynt verði að stöðva för kyndilsins líkt í Lundúnum í gær þar sem fólk mótmælti framferði Kínverja í Tíbet, en Kínverjar eru einmitt gestgjafar á Ólympíuleikunum í haust. Hátt í 40 manns voru handteknir í Lundúnum í gær og hafa nokkrir verið handteknir í París í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×