Fótbolti

Guðrún Sóley meiddist

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðrún Sóley í leik með KR í sumar.
Guðrún Sóley í leik með KR í sumar. Mynd/Stefán

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir landsliðsmaður í knattspyrnu meiddist í æfingaleik með landsliðinu á föstudagskvöldið.

Landsliðið mætti Íslandsmeisturum Vals í æfingaleik og varð Guðrún fyrir því að liðbönd í ökkla tognuðu.

Að sögn Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar landsliðsþjálfara ætti hún ekki að vera lengur frá en í 7-10 daga og ætti hún því að geta náð umspilsleikjunum gegn Írum í lok mánaðarins.

Sigurður Ragnar sagði í samtali við Vísi að aðrir leikmenn í landsliðinu ættu að vera heilar heilsu. Valur fer senn utan til að keppa í Evrópukeppni félagsliða og vonast Sigurður að þær snúi allar heilar heim aftur.




Tengdar fréttir

Katrín: Erum betri en Írar

Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði var ánægð með að fá Írland í umspili um laust sæti á EM í Finnlandi á næsta ári.

Ísland mætir Írlandi í umspilinu

Ísland mætir Írlandi í umspili um laust sæti á EM í Finnlandi sem fer fram á næsta ári. Íslendingar geta vel unað við dráttinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×