Fótbolti

Robben ekki með Hollandi gegn Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arjen Robben í leik með Real Madrid.
Arjen Robben í leik með Real Madrid. Nordic Photos / AFP

Arjen Robben missir af næstu tveimur landsleikjum Hollands, gegn Íslandi og Noregi, vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Real Madrid og Espanyol í gær.

Robben kom inn á sem varamaður í leiknum og 25 mínútum síðar þurfti hann að fara aftur af velli eftir að hafa tognað á lærvöðva.

Þá verður Jan Vennegoor of Hesselink, leikmaður Celtic, einnig frá vegna meiðsla eftir að hann meiddist í nára á laugardaginn.

Bert van Marwijk hefur ekki enn kallað í aðra leikmenn vegna fjarveru hinna tveggja.

Edwin van der Sar hefur hins vegar verið kallaður í landsliðshópinn vegna meiðsla Maarten Stakelenburg. Van der Sar gaf það út eftir EM í sumar að hann væri hættur með landsliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×