Erlent

Óeirðir í Alsír

Bærinn Beriane í Alsír
Bærinn Beriane í Alsír

Hundruðir sérsveitarmanna voru sendir inn í bæinn Beriane í Alsír í dag en þar hafa geisað þjóðernistengdar óeirðir í þrjá daga. Bardagar hafa brotist út á milli Araba annars vegar og Berba hins vegar en þeir síðarnefndu eru í minnihluta í landinu.

Íbúar í bænum segja að tveir hafi látið lífið í óeirðunum. Þá hafa allmörg heimili verið lögð í rúst. Í átökunum eigast við að mestu leyti ungir karlmenn sem tilheyra klíkum tengdum sitthvorum þjóðernishópnum.

Óeirðir tengdar slæmu efnahagsástandi hafa brotist út með reglulegum hætti undanfarna mánuði í Alsír. Í Beriane haf þær hins vegar þróast út í átök á milli þjóðernishópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×