Erlent

Sjóræningjar hindra mataraðstoð til Sómalíu

Daly Belgasmi, yfirmaður WFP
Daly Belgasmi, yfirmaður WFP

Matvælaaðstoð Sameinuðu Þjóðanna (WFP) hefur lýst því yfir að matvælasendingar til Sómalíu sé við það að stoppa. Er það vegna þess hve fáir eru tilbúnir til þess að fylgja skipum sem sigla með matarsendingar til Sómalíu en mikið er um sjóræningjaárásir út fyrir Sómalíu. Hét WFP á ríkisstjórnir heimsins að leggja til skipt til fylgdar þeim sem færðu íbúum Sómalíu matar.

Peter Gossens sem er yfir matvælaaðstoð WDP í Sómalíu sagði samkvæmt fréttastofu Reuters að ekki hafi fengist nein skip til verndar matarsendinga síðan í júní. Bíða nú um 80 þúsund tonn af mat í Suður-Afríku en aðeins eitt 8000 tonna skip er tilbúið að ferja matinn til Sómalíu þar sem engin skip sigla til verdnar þeim.

90 prósent af mataraðstoð til Sómalíu frá WFP er flutt þangað yfir sjó en sjóræningjar hafa ráðist á 24 skip við strendur Sómalíu í ár samanborið við 31 skip allt síðasta ár.

WFP áætlar að fyrir enda þessa árs munu þau ná að gefa 3,5 milljónum íbúa Sómalíu mat en nú er um milljón að þiggja matargjafir frá þeim. Hins vegar eru nú aðeins matarbirgðir sem endast í 5-6 vikur í Sómalíu.

Sameinuðu Þjóðirnar vöruðu í síðustu viku við að hungursneyðin í Sómalíu gæti orðið jafnmikill og árið 1990. Þá létust hundruð þúsunda manns af völdum hungursneyðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×