Fótbolti

Gravesen á leið frá Celtic

Elvar Geir Magnússon skrifar
Thomas Gravesen.
Thomas Gravesen.

Gordon Strachan, knattspyrnustjóri Glasgow Celtic, segist ekki ætla að nota hinn danska Thomas Gravesen þar sem leikmaðurinn henti ekki leikkerfinu sem liðið spilar.

„Við gerðum okkar besta til að nota kerfi sem hentaði Thomasi en það virkaði bara ekki því miður," sagði Strachan sem hefur sett Gravesen á sölulusta og einnig sóknarmanninn Derek Riordan.

Gravesen kom frá Real Madrid 2006 en var lánaður til síns fyrrum félags, Everton, á síðustu leiktíð. Gravesen er 32 ára og er á síðasta ári samnings síns hjá Celtic. Hann er einn af launahæstu leikmönnum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×