Ferill Robbie Keane 29. júlí 2008 10:52 NordcPhotos/GettyImages Írski framherjinn Robbie Keane hefur komið víða við á ferli sínum sem knattspyrnumaður, en hann sló ungur í gegn með liði Wolves og varð fljótt mjög eftirsóttur leikmaður. Liverpool keypti Keane frá Tottenham í gær fyrir upphæð sem gæti numið um 20 milljónum punda þegar upp verður staðið og verður honum ætlað að leika við hlið hins magnaða Fernando Torres í framlínunni. Hér fyrir neðan er stiklað á stóru yfir feril kappans: 1980: Fæddur í Dublin þann 8. júlí og skírður Robert David Keane. 1994: Gengur í raðir Wolves þrátt fyrir áhuga nokkurra stórliða. Þar lék hann undir stjórn Graham Taylor, fyrrum þjálfara enska landsliðsins. 1997: Skrifar undir sinn fyrsta samning sem atvinnumaður í kring um 17. afmælisdag sinn. Skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með aðalliðinu í 2-0 sigri Wolves á Norwich á fyrsta degi keppnistímabilsins. 1998: Spilar sinn fyrsta landsleik fyrir Íra þegar hann kemur inn sem varamaður á móti Tékkum. Kjörinn maður leiksins í sínum öðrum landsleik fyrir Íra gegn Argentínu og sumarið eftir er hann lykilmaður í ungmennaliði Íra sem vinnur Evrópubikarinn á Kýpur. 1999: Lið eins og Middlesbrough og Aston Villa sýna honum mikinn áhuga í upphafi leiktíðar, en hann ákveður að vera áfram hjá Wolves. Aston Villa gerir 5,5 milljón punda tilboð í hann, en Wolves vill fá 6 milljónir. Sir Alex Ferguson lætur hafa eftir sér að hann myndi ekki greiða meira en 500,000 pund fyrir Keane. Gengur í raðir Coventry í ágúst og verður dýrasti táningurinn í ensku úrvalsdeildinni. Skorar tvö mörk í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni í 2-0 sigri á Derby. 2000: Skorar 17. og síðasta mark sitt fyrir Coventry gegn Middlesbrough í apríl og í júlí gengur hann í raðir Inter Milan fyrir 13 milljónir punda og skrifar undir fimm ára samning. Missir síðar sæti sitt í liði Inter og er orðaður við Chelsea. Gengur til liðs við Leeds sem lánsmaður í desember með möguleika á varanlegum félagaskiptum. 2001: Skorar 9 mörk í fyrstu 14 leikjum sínum sem leikmaður Leeds. Skorar einnig grimmt fyrir írska landsliðið. 2002: Meiðsli og koma Robbie Fowler verða til þess að hann missir sæti sitt í liði Leeds. Leeds tók kauptilboði Sunderland í Keane í júlí, en hann neitaði að fara til félagsins. Gengur í raðir Tottenham í ágúst fyrir 7 milljónir punda. 2003: Skorar fyrstu þrennu sína fyrir Tottenham í 4-3 sigri á Everton á White Hart Lane. 2004: Tottenham gengur afleitlega í deildinni en Keane er markahæsti leikmaður liðsins með 16 mörk á leiktíðinni - þar á meðal þrennu gegn fyrrum félögum sínum í Wolves. 2005: Skoraði 17 mörk fyrir Tottenham þrátt fyrir að vera sjaldnast í byrjunarliðinu og jafnan á eftir mönnum eins og Jermain Defoe, Mido og Freddy Kanoute. 2006: Skrifar undir nýjan fjögurra ára samning við Tottenham og gerður að varafyrirliða. Skorar 16 mörk á leiktíðinni og er orðinn fjórði markahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar. 2007: Snýr til baka eftir hnémeiðsli og kemur sér upp frábærri samvinnu við Búlgarann Dimitar Berbatov í framlínunni. Kjörinn leikmaður mánaðarins ásamt félaga sínum í apríl. Skorar 22 mörk á leiktíðinni í öllum keppnum - sem er besti árangur hans á ferlinum. Skrifar undir nýjan fimm ára samning við Tottenham. 2008: Gerður að fyrirliða írska landsliðsins eftir að Steve Staunton tekur við þjálfun liðsins. Skorar 100. mark sitt fyrir Tottenham í janúar og verður aðeins 15. leikmaðurinn í sögu félagsins til að afreka það. Vinnur fyrsta bikar sinn með Tottenham í febrúar þegar liðið vinnur Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins. Spilaði sinn 250. leik fyrir Tottenham og var markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni ásamt Berbatov með 23 mörk. Gengur í raðir Liverpool þann 28. júlí fyrir 20,3 milljónir punda og skrifar undir fjögurra ára samning. Enski boltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Styrkir til VÍK Sport Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ólafur Stefánsson samdi við lið í Katar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira
Írski framherjinn Robbie Keane hefur komið víða við á ferli sínum sem knattspyrnumaður, en hann sló ungur í gegn með liði Wolves og varð fljótt mjög eftirsóttur leikmaður. Liverpool keypti Keane frá Tottenham í gær fyrir upphæð sem gæti numið um 20 milljónum punda þegar upp verður staðið og verður honum ætlað að leika við hlið hins magnaða Fernando Torres í framlínunni. Hér fyrir neðan er stiklað á stóru yfir feril kappans: 1980: Fæddur í Dublin þann 8. júlí og skírður Robert David Keane. 1994: Gengur í raðir Wolves þrátt fyrir áhuga nokkurra stórliða. Þar lék hann undir stjórn Graham Taylor, fyrrum þjálfara enska landsliðsins. 1997: Skrifar undir sinn fyrsta samning sem atvinnumaður í kring um 17. afmælisdag sinn. Skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með aðalliðinu í 2-0 sigri Wolves á Norwich á fyrsta degi keppnistímabilsins. 1998: Spilar sinn fyrsta landsleik fyrir Íra þegar hann kemur inn sem varamaður á móti Tékkum. Kjörinn maður leiksins í sínum öðrum landsleik fyrir Íra gegn Argentínu og sumarið eftir er hann lykilmaður í ungmennaliði Íra sem vinnur Evrópubikarinn á Kýpur. 1999: Lið eins og Middlesbrough og Aston Villa sýna honum mikinn áhuga í upphafi leiktíðar, en hann ákveður að vera áfram hjá Wolves. Aston Villa gerir 5,5 milljón punda tilboð í hann, en Wolves vill fá 6 milljónir. Sir Alex Ferguson lætur hafa eftir sér að hann myndi ekki greiða meira en 500,000 pund fyrir Keane. Gengur í raðir Coventry í ágúst og verður dýrasti táningurinn í ensku úrvalsdeildinni. Skorar tvö mörk í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni í 2-0 sigri á Derby. 2000: Skorar 17. og síðasta mark sitt fyrir Coventry gegn Middlesbrough í apríl og í júlí gengur hann í raðir Inter Milan fyrir 13 milljónir punda og skrifar undir fimm ára samning. Missir síðar sæti sitt í liði Inter og er orðaður við Chelsea. Gengur til liðs við Leeds sem lánsmaður í desember með möguleika á varanlegum félagaskiptum. 2001: Skorar 9 mörk í fyrstu 14 leikjum sínum sem leikmaður Leeds. Skorar einnig grimmt fyrir írska landsliðið. 2002: Meiðsli og koma Robbie Fowler verða til þess að hann missir sæti sitt í liði Leeds. Leeds tók kauptilboði Sunderland í Keane í júlí, en hann neitaði að fara til félagsins. Gengur í raðir Tottenham í ágúst fyrir 7 milljónir punda. 2003: Skorar fyrstu þrennu sína fyrir Tottenham í 4-3 sigri á Everton á White Hart Lane. 2004: Tottenham gengur afleitlega í deildinni en Keane er markahæsti leikmaður liðsins með 16 mörk á leiktíðinni - þar á meðal þrennu gegn fyrrum félögum sínum í Wolves. 2005: Skoraði 17 mörk fyrir Tottenham þrátt fyrir að vera sjaldnast í byrjunarliðinu og jafnan á eftir mönnum eins og Jermain Defoe, Mido og Freddy Kanoute. 2006: Skrifar undir nýjan fjögurra ára samning við Tottenham og gerður að varafyrirliða. Skorar 16 mörk á leiktíðinni og er orðinn fjórði markahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar. 2007: Snýr til baka eftir hnémeiðsli og kemur sér upp frábærri samvinnu við Búlgarann Dimitar Berbatov í framlínunni. Kjörinn leikmaður mánaðarins ásamt félaga sínum í apríl. Skorar 22 mörk á leiktíðinni í öllum keppnum - sem er besti árangur hans á ferlinum. Skrifar undir nýjan fimm ára samning við Tottenham. 2008: Gerður að fyrirliða írska landsliðsins eftir að Steve Staunton tekur við þjálfun liðsins. Skorar 100. mark sitt fyrir Tottenham í janúar og verður aðeins 15. leikmaðurinn í sögu félagsins til að afreka það. Vinnur fyrsta bikar sinn með Tottenham í febrúar þegar liðið vinnur Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins. Spilaði sinn 250. leik fyrir Tottenham og var markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni ásamt Berbatov með 23 mörk. Gengur í raðir Liverpool þann 28. júlí fyrir 20,3 milljónir punda og skrifar undir fjögurra ára samning.
Enski boltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Styrkir til VÍK Sport Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ólafur Stefánsson samdi við lið í Katar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira