Ferill Robbie Keane 29. júlí 2008 10:52 NordcPhotos/GettyImages Írski framherjinn Robbie Keane hefur komið víða við á ferli sínum sem knattspyrnumaður, en hann sló ungur í gegn með liði Wolves og varð fljótt mjög eftirsóttur leikmaður. Liverpool keypti Keane frá Tottenham í gær fyrir upphæð sem gæti numið um 20 milljónum punda þegar upp verður staðið og verður honum ætlað að leika við hlið hins magnaða Fernando Torres í framlínunni. Hér fyrir neðan er stiklað á stóru yfir feril kappans: 1980: Fæddur í Dublin þann 8. júlí og skírður Robert David Keane. 1994: Gengur í raðir Wolves þrátt fyrir áhuga nokkurra stórliða. Þar lék hann undir stjórn Graham Taylor, fyrrum þjálfara enska landsliðsins. 1997: Skrifar undir sinn fyrsta samning sem atvinnumaður í kring um 17. afmælisdag sinn. Skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með aðalliðinu í 2-0 sigri Wolves á Norwich á fyrsta degi keppnistímabilsins. 1998: Spilar sinn fyrsta landsleik fyrir Íra þegar hann kemur inn sem varamaður á móti Tékkum. Kjörinn maður leiksins í sínum öðrum landsleik fyrir Íra gegn Argentínu og sumarið eftir er hann lykilmaður í ungmennaliði Íra sem vinnur Evrópubikarinn á Kýpur. 1999: Lið eins og Middlesbrough og Aston Villa sýna honum mikinn áhuga í upphafi leiktíðar, en hann ákveður að vera áfram hjá Wolves. Aston Villa gerir 5,5 milljón punda tilboð í hann, en Wolves vill fá 6 milljónir. Sir Alex Ferguson lætur hafa eftir sér að hann myndi ekki greiða meira en 500,000 pund fyrir Keane. Gengur í raðir Coventry í ágúst og verður dýrasti táningurinn í ensku úrvalsdeildinni. Skorar tvö mörk í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni í 2-0 sigri á Derby. 2000: Skorar 17. og síðasta mark sitt fyrir Coventry gegn Middlesbrough í apríl og í júlí gengur hann í raðir Inter Milan fyrir 13 milljónir punda og skrifar undir fimm ára samning. Missir síðar sæti sitt í liði Inter og er orðaður við Chelsea. Gengur til liðs við Leeds sem lánsmaður í desember með möguleika á varanlegum félagaskiptum. 2001: Skorar 9 mörk í fyrstu 14 leikjum sínum sem leikmaður Leeds. Skorar einnig grimmt fyrir írska landsliðið. 2002: Meiðsli og koma Robbie Fowler verða til þess að hann missir sæti sitt í liði Leeds. Leeds tók kauptilboði Sunderland í Keane í júlí, en hann neitaði að fara til félagsins. Gengur í raðir Tottenham í ágúst fyrir 7 milljónir punda. 2003: Skorar fyrstu þrennu sína fyrir Tottenham í 4-3 sigri á Everton á White Hart Lane. 2004: Tottenham gengur afleitlega í deildinni en Keane er markahæsti leikmaður liðsins með 16 mörk á leiktíðinni - þar á meðal þrennu gegn fyrrum félögum sínum í Wolves. 2005: Skoraði 17 mörk fyrir Tottenham þrátt fyrir að vera sjaldnast í byrjunarliðinu og jafnan á eftir mönnum eins og Jermain Defoe, Mido og Freddy Kanoute. 2006: Skrifar undir nýjan fjögurra ára samning við Tottenham og gerður að varafyrirliða. Skorar 16 mörk á leiktíðinni og er orðinn fjórði markahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar. 2007: Snýr til baka eftir hnémeiðsli og kemur sér upp frábærri samvinnu við Búlgarann Dimitar Berbatov í framlínunni. Kjörinn leikmaður mánaðarins ásamt félaga sínum í apríl. Skorar 22 mörk á leiktíðinni í öllum keppnum - sem er besti árangur hans á ferlinum. Skrifar undir nýjan fimm ára samning við Tottenham. 2008: Gerður að fyrirliða írska landsliðsins eftir að Steve Staunton tekur við þjálfun liðsins. Skorar 100. mark sitt fyrir Tottenham í janúar og verður aðeins 15. leikmaðurinn í sögu félagsins til að afreka það. Vinnur fyrsta bikar sinn með Tottenham í febrúar þegar liðið vinnur Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins. Spilaði sinn 250. leik fyrir Tottenham og var markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni ásamt Berbatov með 23 mörk. Gengur í raðir Liverpool þann 28. júlí fyrir 20,3 milljónir punda og skrifar undir fjögurra ára samning. Enski boltinn Mest lesið Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Sjá meira
Írski framherjinn Robbie Keane hefur komið víða við á ferli sínum sem knattspyrnumaður, en hann sló ungur í gegn með liði Wolves og varð fljótt mjög eftirsóttur leikmaður. Liverpool keypti Keane frá Tottenham í gær fyrir upphæð sem gæti numið um 20 milljónum punda þegar upp verður staðið og verður honum ætlað að leika við hlið hins magnaða Fernando Torres í framlínunni. Hér fyrir neðan er stiklað á stóru yfir feril kappans: 1980: Fæddur í Dublin þann 8. júlí og skírður Robert David Keane. 1994: Gengur í raðir Wolves þrátt fyrir áhuga nokkurra stórliða. Þar lék hann undir stjórn Graham Taylor, fyrrum þjálfara enska landsliðsins. 1997: Skrifar undir sinn fyrsta samning sem atvinnumaður í kring um 17. afmælisdag sinn. Skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með aðalliðinu í 2-0 sigri Wolves á Norwich á fyrsta degi keppnistímabilsins. 1998: Spilar sinn fyrsta landsleik fyrir Íra þegar hann kemur inn sem varamaður á móti Tékkum. Kjörinn maður leiksins í sínum öðrum landsleik fyrir Íra gegn Argentínu og sumarið eftir er hann lykilmaður í ungmennaliði Íra sem vinnur Evrópubikarinn á Kýpur. 1999: Lið eins og Middlesbrough og Aston Villa sýna honum mikinn áhuga í upphafi leiktíðar, en hann ákveður að vera áfram hjá Wolves. Aston Villa gerir 5,5 milljón punda tilboð í hann, en Wolves vill fá 6 milljónir. Sir Alex Ferguson lætur hafa eftir sér að hann myndi ekki greiða meira en 500,000 pund fyrir Keane. Gengur í raðir Coventry í ágúst og verður dýrasti táningurinn í ensku úrvalsdeildinni. Skorar tvö mörk í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni í 2-0 sigri á Derby. 2000: Skorar 17. og síðasta mark sitt fyrir Coventry gegn Middlesbrough í apríl og í júlí gengur hann í raðir Inter Milan fyrir 13 milljónir punda og skrifar undir fimm ára samning. Missir síðar sæti sitt í liði Inter og er orðaður við Chelsea. Gengur til liðs við Leeds sem lánsmaður í desember með möguleika á varanlegum félagaskiptum. 2001: Skorar 9 mörk í fyrstu 14 leikjum sínum sem leikmaður Leeds. Skorar einnig grimmt fyrir írska landsliðið. 2002: Meiðsli og koma Robbie Fowler verða til þess að hann missir sæti sitt í liði Leeds. Leeds tók kauptilboði Sunderland í Keane í júlí, en hann neitaði að fara til félagsins. Gengur í raðir Tottenham í ágúst fyrir 7 milljónir punda. 2003: Skorar fyrstu þrennu sína fyrir Tottenham í 4-3 sigri á Everton á White Hart Lane. 2004: Tottenham gengur afleitlega í deildinni en Keane er markahæsti leikmaður liðsins með 16 mörk á leiktíðinni - þar á meðal þrennu gegn fyrrum félögum sínum í Wolves. 2005: Skoraði 17 mörk fyrir Tottenham þrátt fyrir að vera sjaldnast í byrjunarliðinu og jafnan á eftir mönnum eins og Jermain Defoe, Mido og Freddy Kanoute. 2006: Skrifar undir nýjan fjögurra ára samning við Tottenham og gerður að varafyrirliða. Skorar 16 mörk á leiktíðinni og er orðinn fjórði markahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar. 2007: Snýr til baka eftir hnémeiðsli og kemur sér upp frábærri samvinnu við Búlgarann Dimitar Berbatov í framlínunni. Kjörinn leikmaður mánaðarins ásamt félaga sínum í apríl. Skorar 22 mörk á leiktíðinni í öllum keppnum - sem er besti árangur hans á ferlinum. Skrifar undir nýjan fimm ára samning við Tottenham. 2008: Gerður að fyrirliða írska landsliðsins eftir að Steve Staunton tekur við þjálfun liðsins. Skorar 100. mark sitt fyrir Tottenham í janúar og verður aðeins 15. leikmaðurinn í sögu félagsins til að afreka það. Vinnur fyrsta bikar sinn með Tottenham í febrúar þegar liðið vinnur Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins. Spilaði sinn 250. leik fyrir Tottenham og var markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni ásamt Berbatov með 23 mörk. Gengur í raðir Liverpool þann 28. júlí fyrir 20,3 milljónir punda og skrifar undir fjögurra ára samning.
Enski boltinn Mest lesið Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Sjá meira