Ferill Robbie Keane 29. júlí 2008 10:52 NordcPhotos/GettyImages Írski framherjinn Robbie Keane hefur komið víða við á ferli sínum sem knattspyrnumaður, en hann sló ungur í gegn með liði Wolves og varð fljótt mjög eftirsóttur leikmaður. Liverpool keypti Keane frá Tottenham í gær fyrir upphæð sem gæti numið um 20 milljónum punda þegar upp verður staðið og verður honum ætlað að leika við hlið hins magnaða Fernando Torres í framlínunni. Hér fyrir neðan er stiklað á stóru yfir feril kappans: 1980: Fæddur í Dublin þann 8. júlí og skírður Robert David Keane. 1994: Gengur í raðir Wolves þrátt fyrir áhuga nokkurra stórliða. Þar lék hann undir stjórn Graham Taylor, fyrrum þjálfara enska landsliðsins. 1997: Skrifar undir sinn fyrsta samning sem atvinnumaður í kring um 17. afmælisdag sinn. Skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með aðalliðinu í 2-0 sigri Wolves á Norwich á fyrsta degi keppnistímabilsins. 1998: Spilar sinn fyrsta landsleik fyrir Íra þegar hann kemur inn sem varamaður á móti Tékkum. Kjörinn maður leiksins í sínum öðrum landsleik fyrir Íra gegn Argentínu og sumarið eftir er hann lykilmaður í ungmennaliði Íra sem vinnur Evrópubikarinn á Kýpur. 1999: Lið eins og Middlesbrough og Aston Villa sýna honum mikinn áhuga í upphafi leiktíðar, en hann ákveður að vera áfram hjá Wolves. Aston Villa gerir 5,5 milljón punda tilboð í hann, en Wolves vill fá 6 milljónir. Sir Alex Ferguson lætur hafa eftir sér að hann myndi ekki greiða meira en 500,000 pund fyrir Keane. Gengur í raðir Coventry í ágúst og verður dýrasti táningurinn í ensku úrvalsdeildinni. Skorar tvö mörk í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni í 2-0 sigri á Derby. 2000: Skorar 17. og síðasta mark sitt fyrir Coventry gegn Middlesbrough í apríl og í júlí gengur hann í raðir Inter Milan fyrir 13 milljónir punda og skrifar undir fimm ára samning. Missir síðar sæti sitt í liði Inter og er orðaður við Chelsea. Gengur til liðs við Leeds sem lánsmaður í desember með möguleika á varanlegum félagaskiptum. 2001: Skorar 9 mörk í fyrstu 14 leikjum sínum sem leikmaður Leeds. Skorar einnig grimmt fyrir írska landsliðið. 2002: Meiðsli og koma Robbie Fowler verða til þess að hann missir sæti sitt í liði Leeds. Leeds tók kauptilboði Sunderland í Keane í júlí, en hann neitaði að fara til félagsins. Gengur í raðir Tottenham í ágúst fyrir 7 milljónir punda. 2003: Skorar fyrstu þrennu sína fyrir Tottenham í 4-3 sigri á Everton á White Hart Lane. 2004: Tottenham gengur afleitlega í deildinni en Keane er markahæsti leikmaður liðsins með 16 mörk á leiktíðinni - þar á meðal þrennu gegn fyrrum félögum sínum í Wolves. 2005: Skoraði 17 mörk fyrir Tottenham þrátt fyrir að vera sjaldnast í byrjunarliðinu og jafnan á eftir mönnum eins og Jermain Defoe, Mido og Freddy Kanoute. 2006: Skrifar undir nýjan fjögurra ára samning við Tottenham og gerður að varafyrirliða. Skorar 16 mörk á leiktíðinni og er orðinn fjórði markahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar. 2007: Snýr til baka eftir hnémeiðsli og kemur sér upp frábærri samvinnu við Búlgarann Dimitar Berbatov í framlínunni. Kjörinn leikmaður mánaðarins ásamt félaga sínum í apríl. Skorar 22 mörk á leiktíðinni í öllum keppnum - sem er besti árangur hans á ferlinum. Skrifar undir nýjan fimm ára samning við Tottenham. 2008: Gerður að fyrirliða írska landsliðsins eftir að Steve Staunton tekur við þjálfun liðsins. Skorar 100. mark sitt fyrir Tottenham í janúar og verður aðeins 15. leikmaðurinn í sögu félagsins til að afreka það. Vinnur fyrsta bikar sinn með Tottenham í febrúar þegar liðið vinnur Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins. Spilaði sinn 250. leik fyrir Tottenham og var markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni ásamt Berbatov með 23 mörk. Gengur í raðir Liverpool þann 28. júlí fyrir 20,3 milljónir punda og skrifar undir fjögurra ára samning. Enski boltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjá meira
Írski framherjinn Robbie Keane hefur komið víða við á ferli sínum sem knattspyrnumaður, en hann sló ungur í gegn með liði Wolves og varð fljótt mjög eftirsóttur leikmaður. Liverpool keypti Keane frá Tottenham í gær fyrir upphæð sem gæti numið um 20 milljónum punda þegar upp verður staðið og verður honum ætlað að leika við hlið hins magnaða Fernando Torres í framlínunni. Hér fyrir neðan er stiklað á stóru yfir feril kappans: 1980: Fæddur í Dublin þann 8. júlí og skírður Robert David Keane. 1994: Gengur í raðir Wolves þrátt fyrir áhuga nokkurra stórliða. Þar lék hann undir stjórn Graham Taylor, fyrrum þjálfara enska landsliðsins. 1997: Skrifar undir sinn fyrsta samning sem atvinnumaður í kring um 17. afmælisdag sinn. Skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með aðalliðinu í 2-0 sigri Wolves á Norwich á fyrsta degi keppnistímabilsins. 1998: Spilar sinn fyrsta landsleik fyrir Íra þegar hann kemur inn sem varamaður á móti Tékkum. Kjörinn maður leiksins í sínum öðrum landsleik fyrir Íra gegn Argentínu og sumarið eftir er hann lykilmaður í ungmennaliði Íra sem vinnur Evrópubikarinn á Kýpur. 1999: Lið eins og Middlesbrough og Aston Villa sýna honum mikinn áhuga í upphafi leiktíðar, en hann ákveður að vera áfram hjá Wolves. Aston Villa gerir 5,5 milljón punda tilboð í hann, en Wolves vill fá 6 milljónir. Sir Alex Ferguson lætur hafa eftir sér að hann myndi ekki greiða meira en 500,000 pund fyrir Keane. Gengur í raðir Coventry í ágúst og verður dýrasti táningurinn í ensku úrvalsdeildinni. Skorar tvö mörk í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni í 2-0 sigri á Derby. 2000: Skorar 17. og síðasta mark sitt fyrir Coventry gegn Middlesbrough í apríl og í júlí gengur hann í raðir Inter Milan fyrir 13 milljónir punda og skrifar undir fimm ára samning. Missir síðar sæti sitt í liði Inter og er orðaður við Chelsea. Gengur til liðs við Leeds sem lánsmaður í desember með möguleika á varanlegum félagaskiptum. 2001: Skorar 9 mörk í fyrstu 14 leikjum sínum sem leikmaður Leeds. Skorar einnig grimmt fyrir írska landsliðið. 2002: Meiðsli og koma Robbie Fowler verða til þess að hann missir sæti sitt í liði Leeds. Leeds tók kauptilboði Sunderland í Keane í júlí, en hann neitaði að fara til félagsins. Gengur í raðir Tottenham í ágúst fyrir 7 milljónir punda. 2003: Skorar fyrstu þrennu sína fyrir Tottenham í 4-3 sigri á Everton á White Hart Lane. 2004: Tottenham gengur afleitlega í deildinni en Keane er markahæsti leikmaður liðsins með 16 mörk á leiktíðinni - þar á meðal þrennu gegn fyrrum félögum sínum í Wolves. 2005: Skoraði 17 mörk fyrir Tottenham þrátt fyrir að vera sjaldnast í byrjunarliðinu og jafnan á eftir mönnum eins og Jermain Defoe, Mido og Freddy Kanoute. 2006: Skrifar undir nýjan fjögurra ára samning við Tottenham og gerður að varafyrirliða. Skorar 16 mörk á leiktíðinni og er orðinn fjórði markahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar. 2007: Snýr til baka eftir hnémeiðsli og kemur sér upp frábærri samvinnu við Búlgarann Dimitar Berbatov í framlínunni. Kjörinn leikmaður mánaðarins ásamt félaga sínum í apríl. Skorar 22 mörk á leiktíðinni í öllum keppnum - sem er besti árangur hans á ferlinum. Skrifar undir nýjan fimm ára samning við Tottenham. 2008: Gerður að fyrirliða írska landsliðsins eftir að Steve Staunton tekur við þjálfun liðsins. Skorar 100. mark sitt fyrir Tottenham í janúar og verður aðeins 15. leikmaðurinn í sögu félagsins til að afreka það. Vinnur fyrsta bikar sinn með Tottenham í febrúar þegar liðið vinnur Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins. Spilaði sinn 250. leik fyrir Tottenham og var markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni ásamt Berbatov með 23 mörk. Gengur í raðir Liverpool þann 28. júlí fyrir 20,3 milljónir punda og skrifar undir fjögurra ára samning.
Enski boltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjá meira