Hatton var bara boxpúði 20. nóvember 2008 17:03 Mayweather eldri og Hatton NordcPhotos/GettyImages Þjálfarinn Floyd Mayweather eldri segir breska hnefaleikarann Ricky Hatton hafa tekið stórstígum framförum undir sinni stjórn á síðustu vikum. Það vakti furðu margra þegar Hatton fékk faðir og þjálfara Floyd Mayweather yngri til að þjálfa sig fyrir næsta bardaga sinn, en Mayweather er eini maðurinn sem Hatton hefur tapað fyrir á ferlinum. Hatton mætir Paulie Malignaggi í Las Vegas á laugardagskvöldið í bardaga sem sýndur verður beint á Stöð 2 Sport og Mayweather er upp með sér yfir því hve miklar framfarir hann hefur séð hjá Manchester manninum. "Ég get þjálfað hvern sem er, en Ricky er til í að læra það sem ég er að kenna honum. Ég er að reyna að finna réttu blönduna. Hann er grimmur en ég er líka að reyna að kenna honum að vera klókur og sætta sig ekki við að fá á sig þrjú högg fyrir hvert sem hann slær sjálfur," sagði Mayweather. Hann viðurkennir fúslega að hann hafi ekki haft mikið álit á Englendingnum þegar hann barðist við son hans fyrir ári. "Ég sagði þá að hann væri ekki annað en boxpúði og ég tek það ekki til baka. Það sáu það allir sem fylgdust með bardaganum. En núna er hann farinn að hreyfa höfuðið meira og andstæðingarnir eiga erfiðara með að hitta hann," sagði Mayweather. Venju samkvæmt fór hann ekki fögrum orðum um andstæðinginn. "Malignaggi er í mjög vondum málum. Ég get ekkert gott sagt um hann. Hann getur vissulega hlaupið, en ég held að það sé veikleiki hans. Höggin hans eru veik og það er ekki eins og Ricky muni bólgna ef hann fær högg frá honum," sagði Mayweather. Box Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira
Þjálfarinn Floyd Mayweather eldri segir breska hnefaleikarann Ricky Hatton hafa tekið stórstígum framförum undir sinni stjórn á síðustu vikum. Það vakti furðu margra þegar Hatton fékk faðir og þjálfara Floyd Mayweather yngri til að þjálfa sig fyrir næsta bardaga sinn, en Mayweather er eini maðurinn sem Hatton hefur tapað fyrir á ferlinum. Hatton mætir Paulie Malignaggi í Las Vegas á laugardagskvöldið í bardaga sem sýndur verður beint á Stöð 2 Sport og Mayweather er upp með sér yfir því hve miklar framfarir hann hefur séð hjá Manchester manninum. "Ég get þjálfað hvern sem er, en Ricky er til í að læra það sem ég er að kenna honum. Ég er að reyna að finna réttu blönduna. Hann er grimmur en ég er líka að reyna að kenna honum að vera klókur og sætta sig ekki við að fá á sig þrjú högg fyrir hvert sem hann slær sjálfur," sagði Mayweather. Hann viðurkennir fúslega að hann hafi ekki haft mikið álit á Englendingnum þegar hann barðist við son hans fyrir ári. "Ég sagði þá að hann væri ekki annað en boxpúði og ég tek það ekki til baka. Það sáu það allir sem fylgdust með bardaganum. En núna er hann farinn að hreyfa höfuðið meira og andstæðingarnir eiga erfiðara með að hitta hann," sagði Mayweather. Venju samkvæmt fór hann ekki fögrum orðum um andstæðinginn. "Malignaggi er í mjög vondum málum. Ég get ekkert gott sagt um hann. Hann getur vissulega hlaupið, en ég held að það sé veikleiki hans. Höggin hans eru veik og það er ekki eins og Ricky muni bólgna ef hann fær högg frá honum," sagði Mayweather.
Box Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira