Peter Reid verður ekki næsti knattspyrnustjóri Sunderland. Hann segir að enskir fjölmiðlar hafi rangtúlkað orð sín og ef honum stæði til boða að snúa aftur til Sunderland myndi hann neita.
Reid var við stjórnvölinn hjá Sunderland 1995-2002 en hann er nú landsliðsþjálfari Tælands. „Mér hefur ekki verið boðið að taka aftur við Sunderland og ég mun ekki segja já ef ég fæ það boð," segir Reid.
„Ég hef ekki óskað eftir því að koma til greina í starfið. Ég átti góða tíma hjá félaginu en ég nýt þess sem ég er að gera í dag," sagði Reid. Sam Allardyce er enn talinn líklegastur af veðbönkum til að verða næsti stjóri Sunderland.