Kidman næsti Indiana Jones 18. september 2008 04:00 Nicole Kidman skipar sér fljótlega í flokk með kunnustu hasarmyndahetjum. Leikkonan Nicole Kidman hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni The Eighth Wonder, sem á íslensku myndi útleggjast sem Áttunda undrið, en áætlað er að tökur á myndinni hefjist á næsta ári. Myndin er sögð vera ævintýra- og hasarmynd í anda Indiana Jones-myndanna og fjallar um fornleifafræðinga sem, í kjölfar merkilegrar uppgötvunar, halda í æsilega fjársjóðsleit á framandi stöðum. Handritshöfundur myndarinnar er Simon Kinberg sem skrifað hefur handritið að myndum á borð við Mr. & Mrs. Smith og Night at the Museum 2. Kinberg kveðst hafa haft Kidman í huga þegar hann hófst handa við að skrifa handrit Áttunda undursins og er því skiljanlega hæstánægður með að fá leikkonuna til liðs við verkefnið. Kidman hefur ekki aðeins tekið að sér aðalhlutverk myndarinnar, heldur er hún einnig einn af framleiðendum hennar. Athygli vekur að Áttunda undrið verður önnur hasarmynd Kidman á innan við tveimur árum, en leikkonan hefur fram að þessu ekki verið sérlega þekkt fyrir leik sinn í slíkum myndum. Um jólin er væntanleg í kvikmyndahús stórmynd leikstjórans Baz Luhrmann, Australia, en í henni leikur Kidman enska hefðarkonu og landeiganda sem kemst í hann krappan þegar til stendur að þvinga hana út af landareign sinni.- vþ Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikkonan Nicole Kidman hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni The Eighth Wonder, sem á íslensku myndi útleggjast sem Áttunda undrið, en áætlað er að tökur á myndinni hefjist á næsta ári. Myndin er sögð vera ævintýra- og hasarmynd í anda Indiana Jones-myndanna og fjallar um fornleifafræðinga sem, í kjölfar merkilegrar uppgötvunar, halda í æsilega fjársjóðsleit á framandi stöðum. Handritshöfundur myndarinnar er Simon Kinberg sem skrifað hefur handritið að myndum á borð við Mr. & Mrs. Smith og Night at the Museum 2. Kinberg kveðst hafa haft Kidman í huga þegar hann hófst handa við að skrifa handrit Áttunda undursins og er því skiljanlega hæstánægður með að fá leikkonuna til liðs við verkefnið. Kidman hefur ekki aðeins tekið að sér aðalhlutverk myndarinnar, heldur er hún einnig einn af framleiðendum hennar. Athygli vekur að Áttunda undrið verður önnur hasarmynd Kidman á innan við tveimur árum, en leikkonan hefur fram að þessu ekki verið sérlega þekkt fyrir leik sinn í slíkum myndum. Um jólin er væntanleg í kvikmyndahús stórmynd leikstjórans Baz Luhrmann, Australia, en í henni leikur Kidman enska hefðarkonu og landeiganda sem kemst í hann krappan þegar til stendur að þvinga hana út af landareign sinni.- vþ
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira