Erlent

Óttast að eldar logi í marga daga í blokk í Álasundi

Lögregla í Álasundi í Noregi óttast nú að eldar muni loga í marga daga í fjölbýlishúsinu sem hrundi að hluta til í nótt.

Neðsta hæðin hrundi eftir að klettur, sem hafði losnað úr fjalli fyrir aftan húsið, skall á því. Fram kemur á fréttavef Aftenposten að fimm manna sé enn saknað eftir slysið og geta björgunarmenn ekki hafið leit í rústum hússins fyrr en eldurinn, sem stafar af brennandi própani, hefur slokknað. Própanið er í tanki sem var niðurgrafinn við húsið.

Í fyrstu var talið að eldurinn myndi loga í nokkrar klukkustundir en nú óttast lögreglan að eldurinn slokkni ekki fyrr en eftir nokkra daga. Alls var 15 manns bjargað út úr húsinu en íbúar í nærliggjandi húsum, á bilinu 200-400 manns, hafa verið fluttir á brott vegna sprengihættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×