Erlent

Enn meiri öryggiskröfur á Kennedy flugvelli

Atriði úr myndinni Catch me if you can, sem tekið var upp á Kennedy flugvelli.
Atriði úr myndinni Catch me if you can, sem tekið var upp á Kennedy flugvelli.

Enn aukast öryggiskröfur á Kennedy flugvelli í New York. Farþegar sem ferðast með millilandaflugi um völlinn mega nú sætta sig við að þurfa að láta taka fingraför af öllu tíu fingrunum í stað tveggja áður.

Tollayfirvöld segja að þetta eigi að auðvelda öryggisvörðum að bera kennsl á mögulega hryðjuverkamenn og þá sem svíkja út vegabréfsáritanir.

Nýja kerfið er hluti af öryggisvörnum heimavarnarráðuneytisins. Það hefur þegar sætt gagnrýni, bæði vegna þess að það þykir óskilvirkt en jafnframt þykir það stríða gegn persónuvernd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×