Erlent

Fjörutíu fallnir í átökum í Basra

Minnst fjörutíu hafa fallið í átökum í Basra í Írak síðan í gær. Íraskar hersveitir hafa reynt að kveða niður átök andstæðra fylkinga múslima þar.

Núrí al-Malíkí, forsætisráðherra Íraks, hefur gefið vígamönnum þriggja daga frest til að leggja niður vopn. Geri þeir það ekki verið þeim refsað harkalega. Stjórnmálaskýrendur í Írak segja helsta tilgang stjórnvalda með aðgerðum sínum í Basra að koma í veg fyrir að þessi olíuríka borg falli í hendur Medhi-hers klerksins Moktada al-Sadr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×