Fótbolti

Ótrúleg úrslit í Sviss og Portúgal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniel Jensen fagnar sigurmarki Dana í kvöld.
Daniel Jensen fagnar sigurmarki Dana í kvöld. Nordic Photos / AFP

Danir gerðu sér lítið fyrir og unnu Portúgali á útivelli í kvöld með því að skora tvö mörk í uppbótartíma.

Nani kom heimamönnum yfir á 42. mínútu og þannig stóðu leikar þar til Nicklas Bendtner jafnaði metin á 84. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Deco Portúgal aftur yfir með marki úr vítaspyrnu.

En þá létu Danir til sín taka. Christian Poulsen skoraði fyrst á lokamínútu venjulegs leiktíma og varamaðurinn Daniel Jensen náði að skora sigurmark leiksins í uppbótartíma.

Þá vann Lúxemborg ótrúlegan sigur á Sviss og það á útivelli, 1-0. Gestirnir komust yfir á 28. mínútu með marki Jeff Strasser en Blaise N'Kufo jafnaði metin áður en fyrri hálfleik lauk. Alphonse Leweck skoraði hins vegar sigurmark leiksins á 86. mínútu.

Þetta var fyrsti sigur Lúxemborgar í undankeppni HM síðan 1972 en liðið vann ekki leik frá 1995 til 2007. Liðið vann hins vegar góðan 1-0 sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2008.

Sigurinn í kvöld er þó án nokkurs vafa einhver sá allra merkilegasti á síðari árum hjá Lúxemborg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×