Enski boltinn

Van Persie: Gallas átti ekki við mig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robin van Persie, leikmaður Arsenal.
Robin van Persie, leikmaður Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Robin van Persie telur ekki að William Gallas hafi átt við sig þegar sá síðarnefndi gagnrýndi einn leikmann félagsins sérstaklega í nýlegu viðtali.

Gallas sakaði félaga sína um hugleysi og tók einn leikmann sérstaklega fyrir í gagnrýni sinni. Hann nefndi hann ekki á nafn en sagði hann sex árum yngri en hann sjálfur.

Margir töldu að þarna ætti hann við Robin van Persie en sjálfur telur hann það ekki rétt.

„Ég veit ekkert um það," sagði van Persie. „Hann sagði aldrei neitt við mig og ég sá aldrei mitt nafn í blöðunum í tengslum við þetta mál. Mér fannst því að hann hafi ekki átt við mig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×