Innlent

Lög brotin þegar Haukur var handtekinn

Lög voru brotin þegar Haukur Hilmarsson var handtekinn á föstudag. Fjöldi fólks mótmælti handtöku hans í gær en í dag viðurkenndu yfirvöld að mistök voru gerð í málinu.

Forsaga málsins er sú að Haukur var handtekinn og dæmdur fyrir mótmæli á Reyðarfirði sumarið 2006. Haukur var dæmdur til sektar en í stað þess að greiða hans ákvað Haukur að sitja sektina af sér. Haukur var snemma á þessu ári boðaður í afplánun. Hann mætti og afplánaði fjóra daga. Á fimmta deginum var honum hins vegar tilkynnt að hlé þyrfti að gera á afplánuninni. Rýma þurfti klefann fyrir öðrum fanga.

Haukur var því frjáls ferða sinna í bili. Hann spurði reyndar hvenær hann þyrfit að klára afplánunina en fékk þá að eigin sögn þau svö að hann yrði látinn vita.

Síðan þá hafði Haukur ekki heyrt í neinum þangað til að hann var handtekinn í Bankastræti seinnipartinn á föstudag og færður til afplánunnar. Vegna mistaka hjá innheimtumisðtöð sekta og sakarkostnaðar fékk Haukur aldrei boð um að hann ætti að hefja afplánun að nýju og var því handtekinn fyrirvaralaust. Og það er lögbrot.

Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, segir að þetta sé ekki í samræmi við ákvæði í lögum. Venjulega sé afplánun ekki rofin með þessum hætti. Ef hlé sé gert á afplánun þurfi að tilkynna viðkomandi það með sambærilegum hætti og var gert í fyrsta skipti.

Sjálfur segist Haukur vera skoða réttarstöðu sína. Hann ræddi við fréttastofu í dag en baðst undan því að koma fram í mynd.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.