Lífið

Hermundur talnaspekingur: Borgum reikninga föstudaginn 13.

Hermundur Rósinkranz talnaspekingur.
Hermundur Rósinkranz talnaspekingur.

„Vandamálið með föstudaginn þrettánda er að hugur mannsins er svo ofboðslega öflugur og allir eru að tánum yfir því að dagurinn verði óheilladagur," segir Hermundur Rósinkranz talnaspekingur þegar Vísir biður hann um að skoða tölur dagsins í dag og gefa lesendum ráð.

„Þetta er svolítið bundið við okkar menningu og hvernig við hugsum eins og með andaglasið. Það er búið að gera það svo svart að það eru bara vondir andar sem birtast."

Er eitthvað að óttast föstudaginn 13.?

„Nei alls ekki. Eina sem fólk á að gera núna miðað við þristinn (3) er að einblína á gleði, ánægju, birtu og bjartsýni. Svo er ásinn (1) leiðtoginn, sjálfstæði og stöðugleiki. Finnum okkur sjálfstæði í tilfinningum okkar í dag og leyfum þeim að fljóta. Verum opin og einlæg og meðvituð á hverju við stöndum."

"Samtala tölunnar þrettán er fjórir (13/1+3 =4). Fjarkinn krefst stöðugleika og leggur áherslu á að fólk haldi að sér höndum."

"Fjarkinn er ábyrgur. Þá er gott að halda að sér höndum, spara og laga það sem hægt er að laga svo við þurfum ekki að eyða orku í áhyggjur. Ef fólk þarf að borga reikninga í dag ætti það að ganga frá því í dag."

„Mér finnst þessi föstudagur yndislegur dagur. Sólin skín í heiði og hvað ætti að fara úrskeiðis ef þú stimplar það í höfuðuð á þér að dagurinn verði óheilladagur? Þetta er alfarið bundið huganum," segir Hermundur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.