Fótbolti

Liðum fjölgað í lokakeppni EM

24 lið munu taka þátt í lokakeppni EM í knattspyrnu frá og með árinu 2016 í stað þeirra 16 sem tekið hafa þátt undanfarið.

Franz Beckenbauer, sem á sæti í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu, tilkynnti þetta í dag.

Það voru skoska og írska knattspyrnusambandið sem lögðu þessa tillögu fram upphaflega, en eins og nærri má geta eykur hún möguleika minni þjóða á að vinna sér sæti í lokakeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×