Lífið

Kolfinna Baldvins kynnir tónleika

Kolfinna Baldvinsdóttir
Kolfinna Baldvinsdóttir

„Það gengur ótrúlega vel. Ég var svolítið hissa að sjá að svo margt ungt hæfileikaríkt fólk leynist þarna úti," svarar Kolfinna Baldvinsdóttir upplýsingafulltrúi Varmársamtakanna og Álafosskvos sem standa fyrir útitónleikum á Álafossi næsta laugardag.

„Þetta er hugrakkt fólk sem þorir að sýna hvað í þeim býr. Fleiri bæjarfélög ættu að taka sig til og efla unglingamenningu. Það er sjaldan sem boðið er upp á svona samkomur. Tónleikar eru venjulega haldnir inn á skemmtistöðum þar sem unglingar fá ekki inngöngu nema þeir séu orðnir 18 ára."

„Að halda tónleikana útivið frá frá klukkan 4 til 8 geta allir komið og ekki er úr vegi að foreldrarnir komi líka og sjái hvernig unga fólkið getur skemmt sér," segir Kolfinna og leggur áherslu á að frítt er inn á hátíðina.

Níu hljómsveitir skipaðar ungum tónlistarmönnum spila á hátíðinni: The Nellies, Sleeps Like an Angry Bear, Hreindís Ylva, Abominor, Shogun, Unchastity, Gummzter ásamt Hauki 270, Blæti, Bob Gillan og Ztrandvörðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.