Fótbolti

Ramos rólegur þrátt fyrir góð úrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Juande Ramos, stjóri Tottenham.
Juande Ramos, stjóri Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Juande Ramos, stjóri Tottenham, leyfði sér ekki of mikla bjartsýni þó svo að hans menn hafi komist áfram í riðlakeppni UEFA-bikarkeppninnar í dag.

Tottenham hefur hins vegar byrjað skelfilega í ensku úrvalsdeildinni og er enn án sigurs á botni deildarinnar. Tottenham gerði í dag 1-1 jafntefli við Wisla Krakow í Póllandi eftir að hafa unnið fyrri leikinn, 2-1.

„Það mikilvægasta í kvöld var að komast áfram. Það jafngildir sigri," sagði Ramos eftir leikinn í kvöld. „Engin ofsagleði greip um sig - frekar að við náðum að klára það sem við ætluðum okkur að gera."

„Þer gott að vita að við eigum að minnsta kosti fjóra leiki eftir í keppninni. En nú förum við að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Hull um helgina og ætlum við okkur að komast upp úr botnsæti deildarinnar," sagði Ramos.

„Mér finnst liðið spila ágætlega. Sigurinn er góður fyrir liðið og við þurfum að bæta okkur í hverjum leik. Ef við náum að vinna tvo, þrjá leiki er ég viss um að hugarfar leikmanna muni breytast."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×