Fótbolti

Óvíst hvort Katrín fái að spila með gegn Írum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nöfnurnar Katrín Jónsdóttir (Val) og Katrín Ómarsdóttir (KR).
Nöfnurnar Katrín Jónsdóttir (Val) og Katrín Ómarsdóttir (KR).

Ekki er fullvíst hvort að Katrín Ómarsdóttir fái leyfi hjá háskólaliði sínu í Bandaríkjunum til að koma til móts við íslenska landsliðsins í lok mánaðarins sem mætir Írum í umspili um laust sæti á EM í Finnlandi á næsta ári.

„Katrín hefur verið að ræða þetta mál við þjálfarann sinn og vonast ég auðvitað til að fá hana. Sérstaklega þar sem ljóst er að Dóra Stefánsdóttir verður í leikbanni í fyrri leiknum," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson í samtali við Vísi.

„Háskólaboltinn í Bandaríkjunum heyrir ekki undir FIFA og ber þeim því engin skylda til að leyfa henni að taka þátt í þessum leikjum," bætti hann við. „En við eigum mikið af góðum miðjumönnum til að leysa hana af hólmi ef það kemur til þess."

Ísland mætir Írlandi í lok mánaðarins í umspili um laust sæti á EM í Finnlandi sem fer fram á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×