Innlent

Héðinn býðst til að smíða ísbjarnarbúr

Búrið sem nota átti til að fanga ísbjörninn sem fannst við Hraun á Skaga í síðustu viku.
Búrið sem nota átti til að fanga ísbjörninn sem fannst við Hraun á Skaga í síðustu viku. MYND/Valli

Málmtæknifyrirtækið Héðinn hefur boðið ísbjarnarnefnd umhverfisráðuneytisins að smíða ísbjarnarbúr, eitt eða fleiri eftir þörfum.

Fram kemur í tilkynningu frá Héðni að Hjalta J. Guðmundssyni, formanni nefndarinnar, hafi verið sent bréf þar sem fyrirtækið býðst til að hanna endurbætta útgáfu danska búrsins sem hingað var flutt eða aðrar þær stærðir og gerðir sem þyki henta. Tekið var fram að Héðinn geti annast smíðina á mjög skömmum tíma.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur umhverfisráðherra sagt að Íslendingar þurfi að koma sér upp ísbjarnarbúri til þess að bregðast við svipuðum aðstæðum og komu upp á Skaga í síðustu viku og fyrir um þremur vikum þegar ísbirnir gengu á land.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.