Fótbolti

Eggert í landsliðshópinn í stað Grétars

Eggert Jónsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir æfingaleikinn gegn Möltu þann 19. nóvember. Eggert kemur inn í hópinn í stað Grétars Rafns Steinssonar sem fær hvíld frá leiknum líkt og nokkrir aðrir lykilmenn.

Eggert leikur með skoska úrvalsdeildarliðinu Hearts í Skotlandi, en Eskfirðingurinn á að baki tvo landsleiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×