Ragnhildur Steinunn til Egyptalands 21. nóvember 2008 06:15 Sjónvarpskonan knáa er á leiðinni til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, til að kynna myndina Astrópíu. „Ég hlakka mikið til. Ef maður fær frítíma reynir maður að skoða píramídana en það verður bara að koma í ljós," segir sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sem er á leiðinni á kvikmyndahátíð í Egyptalandi til að kynna myndina Astrópíu. Flýgur hún í dag til höfuðborgarinnar Kaíró þar sem hátíðin fer fram og dvelur þar í fimm daga. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ragnhildur kynnir Astrópíu á erlendri grundu en myndin var sýnd hér heima í fyrra við miklar vinsældir. „Þeir eru búnir að fara út og suður með myndina. Leikstjórinn var síðast í Texas og ég ætlaði að koma með en komst ekki vegna þess að tökur á þættinum mínum voru á sama tíma," segir hún og á þar við sjónvarpsþáttinn Gott kvöld. „Það hitti þannig á að ég var að klára tökur í gær (miðvikudag) og átti nokkra daga eftir af sumarfríinu sem ég gat nýtt." Ragnhildur hefur haft í nógu að snúast síðustu daga við undirbúning ferðarinnar. Síðast í gær sótti hún nýjan og stórglæsilegan kjól sem fatahönnuðurinn Birta Björnsdóttir saumaði á hana, sem hún mun klæðast í Kaíró. „Maður verður að vera í einhverju íslensku, það þýðir ekkert annað." Þátturinn Gott kvöld verður sýndur fram að jólum en hættir þá göngu sinni. Ragnhildur segir óvíst hvað taki þá við hjá sér. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en alveg ógeðslega mikil vinna. Þetta var eins og að vera búin í stóru prófi þegar við kláruðum," segir Ragnhildur áður hún heldur á vit ævintýranna. - fb Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Ég hlakka mikið til. Ef maður fær frítíma reynir maður að skoða píramídana en það verður bara að koma í ljós," segir sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sem er á leiðinni á kvikmyndahátíð í Egyptalandi til að kynna myndina Astrópíu. Flýgur hún í dag til höfuðborgarinnar Kaíró þar sem hátíðin fer fram og dvelur þar í fimm daga. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ragnhildur kynnir Astrópíu á erlendri grundu en myndin var sýnd hér heima í fyrra við miklar vinsældir. „Þeir eru búnir að fara út og suður með myndina. Leikstjórinn var síðast í Texas og ég ætlaði að koma með en komst ekki vegna þess að tökur á þættinum mínum voru á sama tíma," segir hún og á þar við sjónvarpsþáttinn Gott kvöld. „Það hitti þannig á að ég var að klára tökur í gær (miðvikudag) og átti nokkra daga eftir af sumarfríinu sem ég gat nýtt." Ragnhildur hefur haft í nógu að snúast síðustu daga við undirbúning ferðarinnar. Síðast í gær sótti hún nýjan og stórglæsilegan kjól sem fatahönnuðurinn Birta Björnsdóttir saumaði á hana, sem hún mun klæðast í Kaíró. „Maður verður að vera í einhverju íslensku, það þýðir ekkert annað." Þátturinn Gott kvöld verður sýndur fram að jólum en hættir þá göngu sinni. Ragnhildur segir óvíst hvað taki þá við hjá sér. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en alveg ógeðslega mikil vinna. Þetta var eins og að vera búin í stóru prófi þegar við kláruðum," segir Ragnhildur áður hún heldur á vit ævintýranna. - fb
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira