Fótbolti

Hearts tapaði og Eggert fékk rautt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór í leik með Hearts.
Eggert Gunnþór í leik með Hearts. Mynd/SNS
Eggert Gunnþór Jónsson mátti sætta sig við að fá rautt spjald er Hearts tapaði 3-0 fyrir Dundee United í gær.

Eggert var áminntur tvisvar í leiknum, fyrst á 51. mínútu og svo aftur stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Staðan var þó orðin 3-0 þegar Eggert fékk reisupassann og var tap Hearts nokkuð óvænt, þó svo að Dundee United hafi verið á heimavelli.

Hearts er í þriðja sæti deildarinnar með tólf stig, sjö stigum á eftir toppliði Rangers og fjórum á eftir Celtic.

Dundee United er í áttunda sæti með átta stig, þremur frá botnliði St. Mirren.

Úrslitin í gær:

Celtic - Aberdeen 3-2

Dundee United - Hearts 3-0

Falkirk - Hamilton 4-1

Inverness - Kilmarnock 3-1

Motherwell - St. Mirren 2-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×