Enski boltinn

Zola vongóður um að halda sínum mönnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham Nordic Photos / Getty Images

Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham, segist vongóður um að hann haldi öllum sínum stærstu leikmönnum þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi.

Dean Ashton og Matthew Upson hafa báðir verið orðaðir við önnur lið en enskir fjölmiðlar segja að íslenskir eigendur West Ham gætu freistast til að selja leikmenn vegna slæms efnahagsástands.

Zola viðurkennir þó að hann muni líklega selja einhverja leikmenn í næsta mánuði þar sem honum finnst 24 manna leikmannahópur of stór.

„Þetta félag vill taka næsta skref og því ljóst að við munum ekki selja okkar sterkustu leikmenn. Þetta er það sem mér hefur verið sagt af yfirstjórn félagsins og treysti ég henni heilshugar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×