Spock í erlendri hryllingsmynd 30. október 2008 07:00 Rokkararnir í Dr. Spock munu líklega eiga tvö lög í hryllingsmyndinni Boston Girls sem verður frumsýnd í janúar. réttablaðið/arnþór „Þegar gengið fellur skellir maður sér í útflutning," segir Óttarr Proppé, söngvari Dr. Spock. Tvö lög með sveitinni munu líklega hljóma í hryllingsmyndinni Boston Girls sem verður frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar. Bandarísk kona sem tengist myndinni og var viðstödd ráðstefnuna You Are In Control hérlendis heyrði Dr. Spock spila á Prikinu á Airwaves-hátíðinni og heillaðist undir eins. „Hún sá strax fyrir nákvæmlega senuna í myndinni og hvar þetta átti að vera," segir Óttarr. Lögin sem um er að ræða eru annars vegar Gömlu dansarnir og nýju dansarnir og hins vegar annaðhvort Fálkinn eða Fyrri heimsstyrjöldin og seinni heimsstyrjöldin. Verða þau öll á næstu plötu Dr. Spock sem er væntanleg upp úr miðjum nóvember. Óttarr segist ekki hafa átt von á því að hlutirnir myndu ganga svona hratt fyrir sig. „Maður er orðinn vanur því að tala við svo marga útlendinga um svo margt á Airwaves og oft kemur ekkert út úr því. Þetta gerðist hins vegar talsvert hraðar en maður er vanur." Hann tekur þó fram að enn sé ekkert í hendi, enda geti hlutirnir verið fljótir að breytast í kvikmyndabransanum. „Við eigum eftir endanlega að skrifa undir samninga og hlutirnir geta enn þá breyst." Gangi þetta eftir verður þetta í fyrsta sinn sem Dr. Spock á lag í erlendri kvikmynd en hér heima hefur hún nýlokið við þátttöku sína í annarri hryllingsmynd, Reykjavík Whale Watching Massacre, sem verður frumsýnd á næsta ári. Þess má geta að einn af leikurunum í Boston Girls er Danny Trejo, sem hefur túlkað óþokka í fjölda hasarmynda í gegnum tíðina. Má þar nefna Con Air, From Dusk Till Dawn, Heat og hina væntanlegu Sin City 2. freyr@frettabladid.is Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Þegar gengið fellur skellir maður sér í útflutning," segir Óttarr Proppé, söngvari Dr. Spock. Tvö lög með sveitinni munu líklega hljóma í hryllingsmyndinni Boston Girls sem verður frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar. Bandarísk kona sem tengist myndinni og var viðstödd ráðstefnuna You Are In Control hérlendis heyrði Dr. Spock spila á Prikinu á Airwaves-hátíðinni og heillaðist undir eins. „Hún sá strax fyrir nákvæmlega senuna í myndinni og hvar þetta átti að vera," segir Óttarr. Lögin sem um er að ræða eru annars vegar Gömlu dansarnir og nýju dansarnir og hins vegar annaðhvort Fálkinn eða Fyrri heimsstyrjöldin og seinni heimsstyrjöldin. Verða þau öll á næstu plötu Dr. Spock sem er væntanleg upp úr miðjum nóvember. Óttarr segist ekki hafa átt von á því að hlutirnir myndu ganga svona hratt fyrir sig. „Maður er orðinn vanur því að tala við svo marga útlendinga um svo margt á Airwaves og oft kemur ekkert út úr því. Þetta gerðist hins vegar talsvert hraðar en maður er vanur." Hann tekur þó fram að enn sé ekkert í hendi, enda geti hlutirnir verið fljótir að breytast í kvikmyndabransanum. „Við eigum eftir endanlega að skrifa undir samninga og hlutirnir geta enn þá breyst." Gangi þetta eftir verður þetta í fyrsta sinn sem Dr. Spock á lag í erlendri kvikmynd en hér heima hefur hún nýlokið við þátttöku sína í annarri hryllingsmynd, Reykjavík Whale Watching Massacre, sem verður frumsýnd á næsta ári. Þess má geta að einn af leikurunum í Boston Girls er Danny Trejo, sem hefur túlkað óþokka í fjölda hasarmynda í gegnum tíðina. Má þar nefna Con Air, From Dusk Till Dawn, Heat og hina væntanlegu Sin City 2. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira