Enski boltinn

Keane sagður hættur hjá Sunderland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Keane - hættur hjá Sunderland?
Roy Keane - hættur hjá Sunderland? Nordic Photos / Getty Images

Breska blaðið Independent greindi frá því fyrir fáeinum mínútum að Roy Keane væri hættur hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Sunderland.

Leikmönnum félagsins mun hafa verið tilkynnt um þetta í morgun. Blaðið segir að Keane hafi átt í viðræðum við Niall Quinn, stjórnarformann félagsins, undanfarna þrjá daga og að þetta sér niðurstaðan.

Sunderland hefur ekki átt góðu gengi að fagna í undanförnum leikjum og tapaði síðast stórt fyrir Bolton á heimavelli, 4-1. Eftir leikinn sagði Keane sjálfur efast um hæfi sitt til að gegna starfinu áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×