Lífið

Myndband - Rottweiler rappa um óeirðirnar við Rauðavatn

Rapphljómsveitin XXX Rottweiler hundar hefur sent frá sér hápólitískt lag þar sem innblásturinn er sóttur í óeirðirnar við Rauðavatn í síðustu viku. Lagið ber nafnið Reykjavík - Belfast. Textinn er vægast sagt óvæginn í garð lögregluyfirvalda á landinu.

"Við töluðum sama fljótlega eftir atburðina á Rauðavatni, hentum niður textum og takti og gerðum svo myndband. Við erum bara mjög ánægðir með útkomuna," segir Erpur Eyvindsson.

Hann segir texta lagsins vera viðbrögð við þeirra lögregluvæðingu sem orðið hefur í samfélaginu.

"Það er verið að vígvæða lögregluna og gera hana árásargjarnari án þess að sé á því nokkur þörf. Lýðræðið er ekki bara að mæta í kjörklefa á fjögurra ára fresti og kjósa. Það er líka lýðræði að mótmæla. Sama hvað manni finnst um vörubílstjórana og þeirra kröfur, þá er það þeirra réttur að mótmæla."

Smelltu hér til þess að hlusta á Reykjavík - Belfast






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.