Enski boltinn

Allardyce er ekki bitur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sam Allardyce var rekinn úr starfi hjá Newcastle í gær.
Sam Allardyce var rekinn úr starfi hjá Newcastle í gær. Nordic Photos / Getty Images

Sam Allardyce segist ekki vera bitur vegna uppsagnarinnar hjá Newcastle í gær. „Þegar fólk hefur tekið sína ákvörðun er voðalega lítið hægt að gera," sagði hann.

Allardyce var aðeins hjá Newcastle í átta mánuði en þar á undan var hann knattspyrnustjóri Bolton í átta ár. Þar áður var hann stjóri Notts County.

„Það þýðir ekkert að vera bitur vegna þessa. Þetta voru vissulega vonbrigði en lífið heldur áfram."

Ekki er langt síðan að Allardyce þótti líklegur kandídat í stöðu þjálfara enska landsliðsins. En þótt að hann sé atvinnulaus nú ætlar hann sér að þjálfa á ný.

„Ég og konan mín ætlum til sólarlanda og taka okkur smá frí. Ég kem svo til baka og ætla að einbeita mér að því að finna mér nýtt starf."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×