Erlent

Einn látinn í 100 bíla árekstri í Austurríki

Frá slysstaðnum á A1 hraðbrautinni.
Frá slysstaðnum á A1 hraðbrautinni. MYND/AP

Einn er látinn og 30 slasaðir eftir að tæplega 100 bílar lentu í árekstri á A1 hraðbrautinni í vesturhluta Austurríkis í hádeginu í dag. Áreksturinn varð við bæinn Seewalchen á hraðbrautinni milli Vínarborgar og Salzborgar.

Talsmaður lögreglunnar sagði að of snemmt væri að segja til um hvað orsakaði áreksturinn, en snjór var á veginum. Sumir voru fastir í bílum sínum og snjókoma aftraði björgunarfólki frá störfum. Þá áttu þyrlur erfitt með að lenda við slysstaðinn.

Um 40 Rauðakross bílar voru sendir á staðinn. Að minnsta kosti fimm eru alvarlega slasaðir og sjúkrahúsum í grennd við áreksturinn hefur verið gert viðvart um að taka á móti hinum slösuðu. Hraðbrautinni hefur verið lokað í báðar áttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×