Lífið

Heimilislegur blaðamannafundur

Frá blaðamannafundinum og hádegisverðinum á Iðnó í dag.
Frá blaðamannafundinum og hádegisverðinum á Iðnó í dag. MYND/Valli

Sena ásamt Sigurði Guðmundssyni og Memfismafíunni buðu blaðamönnum og fleirum í sérstakan hádegisverð í Iðnó í dag. Var ástæðan útkoma plötu Sigurðar sem nefnist Oft spurði ég mömmu. Sigurður tók nokkur lög fyrir gesti og fékk meðal annars Andreu Gylfadóttir til liðs við sig.

Plötuna tók Sigurður upp á nokkrum dögum í byrjun mars á þessu ári og notaðist hann eingöngu við einn hljóðnema. Þannig vildi Sigurður fanga hið sjarmerandi andrúmsloft sem einkenndi hljómplötuupptökur rétt eftir miðbik síðustu aldar.

Stemningin á blaðamannafundinum var líka í anda plötunnar en boðið var upp heillandi hádegismat með malti og appelsíni. Höfðu einhverjir á orði að þetta minnti helst á fermingarveislu frá 1960.

Formlegir útgáfutónleikar plötunnar fara fram næstkomandi sunnudag í Iðnó og þar verður tónleikagestum einnig boðið upp á gómsætt gamaldags hlaðborð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.