Ótrúlegur sigur Aston Villa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. desember 2008 17:57 Steve Sidwell fagnar marki sínu í upphafi leiksins. Nordic Photos / Getty Images Aston Villa vann í dag ótrúlegan 3-2 sigur á Everton í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa var með 2-1 forystu þegar venjulegur leiktími var búinn en þá tókst Joleon Lescott að jafna metin fyrir Everton. En þá gerðist hið ótrúlega og Ashley Young skoraði sigumark Villa en báðir skoruðu þeir tvö mörk í leiknum. Steve Sidwell kom Aston Villa í 1-0 strax á fyrstu mínútu. David Moyes, stjóri Everton, gerði eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik. Victor Anichebe kom inn fyrir Yakubu sem á við meiðsli að stríða. Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, gerði enga breytingu á sínu liði sem gerði markalaust jafntefli við Fulham um síðustu helgi. Það var strax á fyrstu mínútu leiksins sem fyrsta markið kom. Ashley Young kom boltanum á James Milner sem lagði boltann fyrir Steve Sidwell. Hann gerði sér lítið fyrir og þrumaði knettinum í netið og skoraði glæsilegt mark. Markið kom eftir aðeins 31 sekúndu en það er met í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. En leikmenn Everton voru fljótir að jafna sig á þessu og tókst að jafna metin skömmu síðar. Mikel Arteta tók aukaspyrnu inn á teig þar sem Leon Osman framlengdi boltann á Joleon Lescott sem skoraði af stuttu færi. Everton komst nálægt því að ná yfirhöndinni í upphafi síðari hálfleiks er Marouane Fellaini skallaði boltann að marki af stuttu færi en Brad Friedel náði að verja í slána. Aðeins nokkrum mínútum síðar náði Aston Villa aftur forystunni í leiknum er Ashley Young batt enda á laglega sókn liðsins með góðu skoti sem hafnaði í marki heimamanna. Young fékk svo tækifæri til að auka forystu Villa en hann fór illa að ráði sínu er hann var svo gott sem sloppinn einn í gegnum vörn Everton. Heimamenn börðust þó áfram og uppskáru á endanum jöfnunarmarkið og það í uppbótartíma. Joleon Lescott var þar að verki með glæsilegu skoti eftir sendingu Tim Cahill. En þar með var leiknum ekki lokið. Mikel Arteta kom boltanum á Gabriel Agbonlahor strax eftir miðjuna. Hann gaf á Ashley Young sem sneri á Lescott og skoraði ótrúlegt sigurmark. Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Aston Villa vann í dag ótrúlegan 3-2 sigur á Everton í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa var með 2-1 forystu þegar venjulegur leiktími var búinn en þá tókst Joleon Lescott að jafna metin fyrir Everton. En þá gerðist hið ótrúlega og Ashley Young skoraði sigumark Villa en báðir skoruðu þeir tvö mörk í leiknum. Steve Sidwell kom Aston Villa í 1-0 strax á fyrstu mínútu. David Moyes, stjóri Everton, gerði eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik. Victor Anichebe kom inn fyrir Yakubu sem á við meiðsli að stríða. Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, gerði enga breytingu á sínu liði sem gerði markalaust jafntefli við Fulham um síðustu helgi. Það var strax á fyrstu mínútu leiksins sem fyrsta markið kom. Ashley Young kom boltanum á James Milner sem lagði boltann fyrir Steve Sidwell. Hann gerði sér lítið fyrir og þrumaði knettinum í netið og skoraði glæsilegt mark. Markið kom eftir aðeins 31 sekúndu en það er met í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. En leikmenn Everton voru fljótir að jafna sig á þessu og tókst að jafna metin skömmu síðar. Mikel Arteta tók aukaspyrnu inn á teig þar sem Leon Osman framlengdi boltann á Joleon Lescott sem skoraði af stuttu færi. Everton komst nálægt því að ná yfirhöndinni í upphafi síðari hálfleiks er Marouane Fellaini skallaði boltann að marki af stuttu færi en Brad Friedel náði að verja í slána. Aðeins nokkrum mínútum síðar náði Aston Villa aftur forystunni í leiknum er Ashley Young batt enda á laglega sókn liðsins með góðu skoti sem hafnaði í marki heimamanna. Young fékk svo tækifæri til að auka forystu Villa en hann fór illa að ráði sínu er hann var svo gott sem sloppinn einn í gegnum vörn Everton. Heimamenn börðust þó áfram og uppskáru á endanum jöfnunarmarkið og það í uppbótartíma. Joleon Lescott var þar að verki með glæsilegu skoti eftir sendingu Tim Cahill. En þar með var leiknum ekki lokið. Mikel Arteta kom boltanum á Gabriel Agbonlahor strax eftir miðjuna. Hann gaf á Ashley Young sem sneri á Lescott og skoraði ótrúlegt sigurmark.
Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira