Dagur ljóðskálds og ljóðarýnis Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 1. febrúar 2008 06:00 Sigurður Pálsson ljóðskáld fagnar með eiginkonu sinni, Kristínu Jóhannesdóttur, á Bessastöðum í gær. Vísir/Anton Brink Forseti Íslands afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin á Bessastöðum í gær að viðstöddu fjölmenni. Sigurður Pálsson skáld hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir Minnisbók sína og Þorsteinn Þorsteinsson gagnrýnandi hlaut verðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis fyrir rit sitt um höfundarverk Sigfúsar Daðasonar skálds, Ljóðhús. Ljóðið átti sinn dag í gær; Sigurður hefur verið mikilvirkt ljóðskáld í hartnær fjóra áratugi og sent frá sér fjölda ljóðabóka sem hann raðar í efnistengdar syrpur, jafnframt því sem hann hefur samið skáldsögur og leikverk og verið afkastamikill þýðandi úr frönsku. Þorsteinn hefur á síðari árum staðið fyrir útgáfum á ritsöfnum skálda og rithöfunda, en telja verður verk hans um skáldferil Sigfúsar Daðasonar kórónu á langri vegferð rýnandans um heim ljóðlistarinnar frá unga aldri. Minnisbók Sigurðar rekur þroskaár hans í París frá því hann heldur utan til náms, hvernig ljóðasmíði hans endurspeglar reynslu og umhverfi hins unga skálds. Þorsteinn rekur með ýmsum dæmum og hliðstæðum hvernig evrópsk ljóðahefð mótaði Sigfús Daðason, eitt helsta ljóðskáld síðustu aldar, einkum hin franska ljóðhefð. Voru þeir félagar að vonum ánægðir eftir afhendinguna í veisluskálanum á Bessastöðum í gær. Bókmenntaverðlaunin nema 750 þúsund krónum í hvorum flokki, auk þess sem afhent eru skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens, – opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. Þetta er í nítjánda sinn sem verðlaunin eru veitt en til þeirra var stofnað af Félagi bókaútgefenda. Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Forseti Íslands afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin á Bessastöðum í gær að viðstöddu fjölmenni. Sigurður Pálsson skáld hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir Minnisbók sína og Þorsteinn Þorsteinsson gagnrýnandi hlaut verðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis fyrir rit sitt um höfundarverk Sigfúsar Daðasonar skálds, Ljóðhús. Ljóðið átti sinn dag í gær; Sigurður hefur verið mikilvirkt ljóðskáld í hartnær fjóra áratugi og sent frá sér fjölda ljóðabóka sem hann raðar í efnistengdar syrpur, jafnframt því sem hann hefur samið skáldsögur og leikverk og verið afkastamikill þýðandi úr frönsku. Þorsteinn hefur á síðari árum staðið fyrir útgáfum á ritsöfnum skálda og rithöfunda, en telja verður verk hans um skáldferil Sigfúsar Daðasonar kórónu á langri vegferð rýnandans um heim ljóðlistarinnar frá unga aldri. Minnisbók Sigurðar rekur þroskaár hans í París frá því hann heldur utan til náms, hvernig ljóðasmíði hans endurspeglar reynslu og umhverfi hins unga skálds. Þorsteinn rekur með ýmsum dæmum og hliðstæðum hvernig evrópsk ljóðahefð mótaði Sigfús Daðason, eitt helsta ljóðskáld síðustu aldar, einkum hin franska ljóðhefð. Voru þeir félagar að vonum ánægðir eftir afhendinguna í veisluskálanum á Bessastöðum í gær. Bókmenntaverðlaunin nema 750 þúsund krónum í hvorum flokki, auk þess sem afhent eru skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens, – opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. Þetta er í nítjánda sinn sem verðlaunin eru veitt en til þeirra var stofnað af Félagi bókaútgefenda.
Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira