Adebayor er leikmaður 25. umferðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2008 12:46 Emmanuel Adebayor hefur farið á kostum á leiktíðinni. Nordic Photos / AFP Í þriðja skipti á leiktíðinni hefur Emmanuel Adebayor hjá Arsenal verið valinn leikmaður umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni hér á Vísi. Smelltu hér til að skoða myndband af leikmanni 25. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Adebayor skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri Arsenal gegn Manchester City á útivelli. Um leið skaut hann Arsenal á topp deildarinnar á nýjan leik en um leið var þetta fyrsta tap City á heimavelli í deildinni í vetur. Hvað markaskorun varðar eru hann og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United í algjörum sérflokki. Ronaldo hefur skorað nítján mörk í deildinni og Adebayor átján, þar af átta í síðustu sex leikjum liðsins. Hann hefur nú skorað í sex deildarleikjum í röð og er fyrsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem nær því síðan að Ruud van Nistelrooy gerði það á sínum tíma. Nýlega greindi Arsene Wenger, stjóri Arsenal, frá því að hann hafi verið nálægt því að klófesta Cristiano Ronaldo á sínum tíma, áður en hann gekk til liðs við Manchester United. En í viðtali eftir leikinn um helgina sagði Wenger að hann myndi ekki vilja skipta á Adebayor og neinum öðrum leikmanni. „Hann er besti alhliða sóknarmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni," bætti Wenger við. „Stærsta hrósið sem ég get gefið Adebayor er að hann hefur fyllt það skarð sem Thierry Henry skildi eftir sig. Og það er ekki auðvelt enda er Henry leikmaður í heimsklassa," sagði Wenger. „Við höfum ekki gleymt Thierry og þeim afrekum sem hann vann fyrir Arsenal. En það er frábært hjá Adebayor að hafa náð að fylla þetta skarð." „Adebayor er svipaður leikmaður og Didier Drogba og ég held að hann gæti orðið alveg jafn góður. Ég er hvað ánægðastur með hann af öllum þeim ungu leikmönnum sem við höfum fengið til félagsins í gegnum árin því hann er orðinn svo mikilvægur hluti af okkar liði." Nafn: Emmanuel Adebayor Fæddur: Lomé á Tógó, 26. febrúar 1984 Félög: Metz, AS Monaco og Arsenal. Númer: 25 Lið 25. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni: Mark: Jussi Jaaskelainen, BoltonVörn: Pascal Chimbonda, Tottenham Jamie Carragher, Liverpool Alan Hutton, Tottenham Robert Huth, MiddlesbroughMiðja: Kevin Nolan, Bolton Jimmy Bullard, Fulham Simon Davies, FulhamSókn: Emmanuel Adebayor, Arsenal Jermain Defoe, Portsmouth Dimitar Berbatov, Tottenham Smelltu hér til að sjá myndband af liði umferðarinnar. Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira
Í þriðja skipti á leiktíðinni hefur Emmanuel Adebayor hjá Arsenal verið valinn leikmaður umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni hér á Vísi. Smelltu hér til að skoða myndband af leikmanni 25. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Adebayor skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri Arsenal gegn Manchester City á útivelli. Um leið skaut hann Arsenal á topp deildarinnar á nýjan leik en um leið var þetta fyrsta tap City á heimavelli í deildinni í vetur. Hvað markaskorun varðar eru hann og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United í algjörum sérflokki. Ronaldo hefur skorað nítján mörk í deildinni og Adebayor átján, þar af átta í síðustu sex leikjum liðsins. Hann hefur nú skorað í sex deildarleikjum í röð og er fyrsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem nær því síðan að Ruud van Nistelrooy gerði það á sínum tíma. Nýlega greindi Arsene Wenger, stjóri Arsenal, frá því að hann hafi verið nálægt því að klófesta Cristiano Ronaldo á sínum tíma, áður en hann gekk til liðs við Manchester United. En í viðtali eftir leikinn um helgina sagði Wenger að hann myndi ekki vilja skipta á Adebayor og neinum öðrum leikmanni. „Hann er besti alhliða sóknarmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni," bætti Wenger við. „Stærsta hrósið sem ég get gefið Adebayor er að hann hefur fyllt það skarð sem Thierry Henry skildi eftir sig. Og það er ekki auðvelt enda er Henry leikmaður í heimsklassa," sagði Wenger. „Við höfum ekki gleymt Thierry og þeim afrekum sem hann vann fyrir Arsenal. En það er frábært hjá Adebayor að hafa náð að fylla þetta skarð." „Adebayor er svipaður leikmaður og Didier Drogba og ég held að hann gæti orðið alveg jafn góður. Ég er hvað ánægðastur með hann af öllum þeim ungu leikmönnum sem við höfum fengið til félagsins í gegnum árin því hann er orðinn svo mikilvægur hluti af okkar liði." Nafn: Emmanuel Adebayor Fæddur: Lomé á Tógó, 26. febrúar 1984 Félög: Metz, AS Monaco og Arsenal. Númer: 25 Lið 25. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni: Mark: Jussi Jaaskelainen, BoltonVörn: Pascal Chimbonda, Tottenham Jamie Carragher, Liverpool Alan Hutton, Tottenham Robert Huth, MiddlesbroughMiðja: Kevin Nolan, Bolton Jimmy Bullard, Fulham Simon Davies, FulhamSókn: Emmanuel Adebayor, Arsenal Jermain Defoe, Portsmouth Dimitar Berbatov, Tottenham Smelltu hér til að sjá myndband af liði umferðarinnar.
Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira