Lífið

Bjórinn hjá Arnari var örugglega volgur

Henry Birgir, gaf Whitesnake fimm sjtörnur í Fréttablaðinu fyrir tónleika sína í Höllinni.
Henry Birgir, gaf Whitesnake fimm sjtörnur í Fréttablaðinu fyrir tónleika sína í Höllinni.

Mörgum tónlistarspekingum brá heldur betur í brún þegar þeir opnuðu Fréttablaðið í morgun og sáu einkunnargjöf blaðsins vegna tónleika Whitesnake í Höllinni, síðastliðinn þriðjudag. Fengu tónleikarnir hvorki meira né minna en hæstu einkunn blaðsins eða heilar fimm stjörnur en í Morgunblaðinu fengu sömu tónleikar eingöngu eina stjörnu.

Sá sem skrifaði um tónleikana fyrir hönd Fréttablaðsins var enginn annar en Henry Birgir Gunnarsson, fréttaritstjóri íþrótta hjá blaðinu, en það var hins vegar hinn reyndi tónlistarspekúlant Arnar Eggert Thoroddsen sem skrifaði dóminn fyrir Morgunblaðið.

„Hann hlýtur að hafa verið eini maðurinn í húsinu sem skemmti sér ekki. Bjórinn hjá honum var örugglega volgur," segir Henry nokkuð glettnislega um Arnar Eggert. „Hljómsveitin var klöppuð upp með látum og rúmlega það en það gera áhorfendur ekki nema að þeir séu virkilega sáttir. Þetta ættu menn að vita sem einhvern tíman hafa sótt tónleika á ævi sinni," útskýrir Henry máli sínu til stuðnings. Henry nefnir einnig að tónleikarnir hafi fengið fjóra og hálfa stjörnu í DV.

Henry hefur aldrei gagnrýnt tónleika áður og á ekki von á að gera það aftur í náinni framtíð. „Ég lít á mig sem talsmann hins almenna áhorfanda. Ég er ekki hluti af þessari tónlistarelítu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.