Enski boltinn

Ferguson ánægður með endurkomu Scholes

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Scholes í leik United og Blackburn í gær.
Paul Scholes í leik United og Blackburn í gær. Nordic Photos / AFP

Alex Ferguson er hæstánægður með að Paul Scholes skuli vera kominn á ferðina á nýjan leik en hann kom inn á sem varamaður í leik United gegn Blackburn í deildabikarnum í gær.

United vann leikinn, 5-3, með fjórum mörkum frá Carlos Tevez. Þetta var í fyrsta sinn sem Scholes spilar með United í tvo mánuði vegna hnémeiðsla.

„Þetta er eins og að vera með aukaleikmann," sagði Ferguson. „Nú munum við spila tvo leiki til viðbótar í undanúrslitunum og það verður ekki auðvelt að raða öllum þessum leikjum niður."

„En sem betur fer erum við með öflugan leikmannahóp. Enginn leikmaður verður lánaður annað á tímabilinu því við munum þurfa á þeim öllum að halda."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×