Erlent

Ræddi aftur um misnotkun presta

Benedikt Páfi XVI ræddi aftur um kynferðislega misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar á ferð sinni í New York í dag. Talaði hann þar til presta og nunna innan kirkjunnar.

„Ég hef áður haft tækifæri til þess að ræða þessi mál, og einnig um þann skaða sem þessi brot hafa valdið samfélaginu," sagði Benedikt í dómkirkju heilags Patreks.

„Ég hvet ykkur til þess að biðja fyrir því að þetta verði tími hreinsunnar fyrir allar kirkju og trúarleg samfélög og græði gömul sár. Ég hvet ykkur einnig til þess að starfa og tala við biskupa ykkar sem eru reiðubúnir til þess að bæta þetta mikla vandamál."

Á miðvikudaginn sagði Páfinn að misnotkun presta á börnum hefðu skapað „djúpa skömm" og kallaði þetta „alvarlega og ósiðlega hegðun".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×