Enski boltinn

Terry hefur trú á Wigan

Elvar Geir Magnússon skrifar
John Terry ræðir við Ricardo Carvalho í leiknum í dag.
John Terry ræðir við Ricardo Carvalho í leiknum í dag.

John Terry, varnarmaður Chelsea, segist bjartsýnn á að Wigan geti tekið stig af Manchester United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Chelsea og United eru jöfn að stigum en Chelsea þarf að treysta á að United vinni ekki Wigan þar sem markatala þeirra rauðu er miklu mun betri en hjá Chelsea.

„Wigan hefur að engu að keppa en liðið hefur Steve Bruce sem er frábær knattspyrnustjóri. Ég er á því að þeir muni leggja sig alla í þennan leik. Ef við vinnum Bolton eigum við góða möguleika," sagði Terry.

Chelsea vann 2-0 sigur á Newcastle í dag. Liðið lék ekki mjög vel í fyrri hálfleiknum en skoraði tvívegis í seinni hálfleik og vann verðskuldaðan sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×